Spænskur saltfiskréttur (fyrir 3-4)

1 kg spænskur saltfiskréttur

2 dl rjómi

2 msk repjuolía (eða önnur óbragðbætt olía)

2 msk fínt söxuð steinselja

 

Hitið pönnu vel og bætið olíunni út á

Látið réttinn á pönnuna og steikið í 4 mínútur

Bætið rjómanum við og náið upp suðu

Lækkið svo hitann niður og látið malla í 10 mínutur

Berið fram réttinn á pönnunni og stráið steinselju yfir

 

Gott er að bera þennan rétt fram með hvítlauksbrauði, salati og/eða grjónum.

Til að gera réttinn hátíðlegri þá er hægt að bæta 200 gr. af rækjum eða humri síðustu mínúturnar.

Recent Posts