UM HAFIÐ

SAGAN

Æskuvinirnir Eyjólfur Júlíus Pálsson og Halldór Heiðar Halldórsson úr Hafnarfirðinum áttu sér þann draum að stofna fiskverslun og gera hana að þeirri glæsilegustu á landinu. Árið 2006 opnuðu þeir fiskverslunina Hafið í Hlíðasmára Kópavogi og hefur búðin átt góðu fylgi að fagna síðan. Annað útibú Hafsins var svo opnað í Spönginni Grafarvogi árið 2013 í samvinnu með Páli Fannari Pálssyni bróður Eyjólfs. Þriðja útibúið var svo opnað að Skipholti 70 í Reykjavík snemma veturs 2015.

Frá opnun hefur Hafið þjónustað mötuneyti og veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu og hefur sú starfssemi færst í aukanna á síðastliðnum árum. Aðsetur skrifstofa, mötuneyta- og veitingastaðaþjónustu var fært í rúmgott húsnæði að Fiskislóð á Granda árið 2014. Þar hefur farið fram flökun og fiskvinnsla fyrirtækisins síðan 2013.

MARKMIÐ

Hafið stefnir að því að verða leiðandi á sviði fiskverslunar.

Því bjóðum við eingöngu upp á framúrskarandi hráefni þegar kemur að ferskum fiski, fiskréttum og frosnum sjávarafurðum. Við leggjum mikinn metnað í vöruþróun og erum í stöðugri leit að fullkomnun. Að sama skapi leggjum við ríkulega áherslu á sveigjanleika og persónulega þjónustu svo allir okkar viðskiptavinir séu ánægðir.

Af þessu loforði spretta einkunnarorð Hafsins:
Framúrskarandi hráefni – Topp þjónusta – Sanngjarnt verð

FISKURINN

Við kaupum fisk beint af fiskmörkuðum og kaupum þann sem veiddur er af smábátum sem róa út daglega og veiða á línu. Fiskurinn er síðan verkaður og meðhöndlaður af okkur sjálfum þar sem notkun véla og tækja er takmörkuð. Það er gert til að tryggja bestu gæðin fyrir viðskiptavini okkar hverju sinni.

Í fiskborðum okkar er að finna eitt mesta úrval landsins af tilbúnum fiskréttum til að ofnbaka, steikja eða grilla sem gerir fólki kleift að elda dýrindis máltíð á nokkrum mínútum. Einnig eru borðin ávallt full af ferskasta fiskfangi dagsins sem er tilbúið til meðhöndlunar.

FISKVERSLANIR

HLÍÐASMÁRI 8

201 Kópavogur

SPÖNGIN

112 Reykjavík

MÁN – FÖS
10:00 – 18:30
HELGAR | LOKAÐ