'}}
Jólasíld Hafsins á rúgbrauði með eggjum og sýrðum lauk

Uppskrift fyrir 4.


Innihald

Aðferð

1 stk rúgbrauð

1 dós jólasíld Hafsins

4 stk soðin egg

100 g rjómaostur


Sýrður laukur

2 stk rauðlaukur

2 stk lárviðarlauf

10 stk svört piparkorn

1/2 tsk   salt

2 tsk hrásykur eða kókossykur

2 dl rauðvínsedik

2 dl vatn

Sjóðið egg.

Ef eggin eru tekin beint úr ísskáp verður að setja þau í pott með köldu vatni. Best er að nota matskeið við verkið.

Látið suðuna koma upp og lækkið hitan.

Tíminn sem suðan tekur fer eftir hvernig við viljum hafa eggin.

Linsoðin: 4-5 mínútur

Meðal soðin egg: 7 mínútur

Harðsoðin egg: 10 mínútur.


Sýrður laukur

Setjið rauðvínsedik, vatn, sykur, salt, piparkorn og lárviðarlauf í pott og hitið þar til sykurinn leysist alveg upp.

Skerið laukinn niður eftir smekk og setjið í krukku og hellið vökvanum yfir. Látið kólna alveg. Geymist í kæli.