Haustsúpa með rótargrænmeti og fiski

Uppskrift fyrir 4.


Innihald

Aðferð

400 g fiskur að eigin vali.

0,5 stk sellerírót

1 stk fennel

0,5 stk rauður chili

1 stk steinseljarót

3 stk skalotlaukur

0,5 stk stykki af blaðlauk

3 dl rjómi

5 dl niðursoðið klárt fiskisoð eða 2 teningar af tilbúnum krafti

2 dl hvítvín

100 g smjör

Skolið, hreinsið og skerið grænmetið í hæfilega stóra teninga. Steikið grænmetið létt í smjöri og hellið yfir hvítvíni. Sjóðið niður vökvan um helming. Bætið fiskkrafti og rjóma út í, eldið þar til grænmetið er tilbúið eða (stökkt við tönn). Ef þú vilt örlítið þykkari súpu geturðu bætt við maísmjöli.


Smakkið súpuna til og kryddið með salti og pipar


Skerið fiskinn í þunnar sneiðar. Fiskurinn fer í heita súpuna og leifið honum að eldast í nokkrar mínútur. Skreytið með chili og kryddjurtum áður en hún er borin fram.