Bleikja í appelsínu og chili með tómat pasta

Uppskrift fyrir 4.


Innihald

Aðferð

Bleikja

600 g Bleikja í appelsínu og chili frá Hafinu

15 ml Olía

 

Sósa

200 ml hakkaðir tómatar

30 g tómat púrra

100 ml vatn

1 stk. grænmetis teningur

10 gr. fínt skorið basil

2 stk. hvítlauks geirar

1 tsk. chiliflögur

100 g grænn aspas

10 stk. kirsuberjatómatar

50 g Parmesan ostur

 

500 g spaghetti

 


Bleikja

Hitið olíu á pönnu og leggið fiskinn á pönnuna, ef fiskurinn er með roði þá fer það fyrst niður. Steikið þar til fiskurinn er hálfeldaður og roðið stökkt, snúið við og klárið eldunina í 2 – 3 mínútur.


Sósa

Setjið vatnið, hakkaða tómata, tómat purée, grænmetis tening,

basil, hvítlaukinn og chiliflögur í pottinn.  Suðan fenginn upp og látið malla í 5 mín.

 

Spaghetti.

Fylgið leiðbeiningum á pakka.

 

Aspasinn er létt steiktur á pönnu upp úr smjöri.

kirsuberjatómatar skornir í helming.

Allt blandast saman og rífið Parmesan ost yfir.