Þrjár góðar uppskriftir með reyktum laxi

Beygla með reyktum laxi og rjómaosti

Uppskrift fyrir 4

Innihald

4 stk Beyglur

400 g reyktur lax frá Hafinu skorinn í sneiðar

200 g rjómaostur

1 msk sítrónu safi

1 msk smátt saxaður graslaukur

Klettasalat

Ólífuolía

1 stk Sítróna skorin í sneiðar

Salt og pipar



Aðferð:

Skerið beyglurnar í helminga og leggið í eldfast mót, sáldrið ólífuolíu yfir og bakið í ofni við 200°c í 4-5 mínútur. Hrærið saman rjómaosti, salti, pipar, sítrónusafa og graslauk í skál.


Smyrjið vel af rjómaostinum á hverja beyglu og leggið klettasalatið og laxinn yfir. Myljið wasabi hneturnar yfir í lokin ásamt því að saxa niður graslauk og skreytið beyglurnar með sallatinu og hnetunum. Berið brauðið fram með sítrónubátum.

Vefjur með reyktum laxi

 

4 stk tortillakökur

4 msk rjómaostur með graslauk og hvítlauk

8 sneiðar af reyklaxi Hafsins

2 msk fínt hakkað dill

 

Smyrjið tortilla kökurnar með rjómaostinum og dreifið reyktum laxi og dilli yfir.

 

Rúllið vefjunni þétt saman og skerið í c.a 3cm þykka bita

 

Hægt er að búa til vefjurnar daginn áður en þá þarf að setja plastfilmu yfir bakkan svo þær þorni ekki upp.

Reyktur lax með avókadó á vöfflu eða brauði.

Hollur og góður réttur á aðeins nokkrum mínútum.

Uppskrift fyrir 4

Innihald

4 stk vaffla eða brauð

2 stk avókadó

4 msk geitaostur

2 msk sýrður rjómi

400 gr reyktur lax

1 stk sítróna

Salt og pipar eftir smekk


Hrærið geitaostinum og sýrða rjómanum saman í skál og toppið vöffluna.

Skerið avókadóið í sneiðar og setjið á vöffluna ásamt reykta laxinum. Stráið salti og pipar yfir eftir smekk.

Við mælum með að kreista sítrónu yfir sem gefur frískandi bragð.