Uppskrift fyrir 4.
Innihald
Aðferð
Skötuselur
1 kg hreinsaður skötuselur
1 msk olía
1 msk smjör
1 stk hvítlauks geiri
1 grein rósmarín
Salt og pipar eftir smekk.
Kartöflusmælki
400 gr kartöflusmælki
200 gr gulrætur
1 msk olía
2 msk smjör
2 msk fínt skorið dill
Sveppasósa
2 msk smjör
1/2 msk olía
300g sneiddir sveppir
salt og pipar
2 hvítlauksgeirar rifnir niður
65 ml hvítvín
125 ml fiski eða grænmetissoð
250 ml rjómi
30g rifinn parmesan
2 tsk ferskt timjan
Skötuselur
Skötuselurinn er brúnaður á öllum hliðum í olíu á mjög heitri pönnu.
Hitinn er lækkaður og bætið við smjöri, hvítlauk og rósmarín á pönnuna. Eftir ca. 2 mínútur fer fiskurinn í ofninn og er bakaður í ca.7 mínútur á 200°C.
Kartöflusmælki
Smælkið er forbakað á 180°C í ca. 20 mín eða þangað til að þær eru tilbúnar. Síðan eru þær kældar og skornar í helming. Gulræturnar eru skornar í bita og steiktar í smjöri á rólegum hita eða þar til að þær eru eldaðar í gegn. Bætið við dillinu áður en blandan er borinn fram.
Sveppasósa
Hitið olíu og smjör á pönnu og steikið sveppina þar til þeir fara að taka á sig fallega gylltan lit, eða um 4-5 mín. Rétt áður en þeir eru klárir þá fer hvítlaukur saman við þá ásamt smá salti og pipar. Steikið áfram í um 1 mín.
Næst fer hvítvínið á pönnuna og sósan látin malla í um 1 mín. Bætið þá fiski/grænmetis soði, rjóma og parmesan á pönnuna. Hrærið vel, lækkið aðeins hitann og leyfið þessu að malla á vægum hita í um 2-3 mín eða þar til sósan fer að þykkna.
Í lokin fer timjan í sósuna og salt og pipar eftir smekk.