Smjörsteiktir humarhalar og horpuskel.

Uppskrift fyrir 4.


'}}

Innihald

Humar, harpa og blómklál

12 stk skelflettir humarhalar

8 stk hörpuskel

250 g blómkál

100 g smjör

Salt og pipar

2 msk eplaedik

Olía til steikingar

10 gr saxað dill


Blómkáls trufflu mauk.

 1stk. Blómkálshaus.

25gr. Smjör.

2 msk. Mjólk.

100ml. Rjómi.

Salt og truffluolía.



Aðferð

Humar, harpa og blómkál

Steikið blómkálið upp úr olíunni og kryddið með salti. Þegar blómkálið er orðið gullinbrúnt, bætið þá 1 msk af smjöri út á pönnuna og því næst edik, salt og pipar.

 

Kryddið humarhalana og steikið þá upp úr olíu á heitri pönnu.

Setjið restina af smjörinu í lítinn pott og látið það sjóða þar til freyðir.

Berið fram heitt.

 

Blandið saman blómkálinu, skelfisknum og dillinu.


Blómkáls trufflu mauk.

Skerið blómkáls knúpana frá stilknum.

Svissið knúpana rólega í smjörinu í 2-3mín.

Bætið mjólkinni og rjómanum útí og eldið með loki í 6 mín.

Maukið í blender og smakkið til með salti og truffluolíu.